Bárukóngur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bárukóngur (sipho fusiformis) er kuðungstegund. Finnst við Ísland en er afar fágætur og hefur aðeins fundist fáeinum sinnum.

Bárukóngurinn er með 16 — 18 langfellingar; aðeins 2 sipho-tegundir aðrar eru til, sem þannig eru mynztraðar. Önnur þeirra hefur örugglega fundizt hér við land, og þekkist sú tegund vel frá bárukóngnum, því að hún er rauðbrún á litinn.