Aðblástur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Í hljóðfræði á aðblástur við smá óröddun eða fráblástur sem kemur fyrir lokhljóð, sem hljómar svolítið eins og [h]. Þegar aðblásið lokhljóð er mælt er raddglufan opin í smástund fyrir henni er lokað. Aðblástur er táknað í Alþjóðlega hljóðstafrófinu með [ʰ].

Aðblástur er ekki víða að finna í heimsins tungumálum, en hann er til í íslensku og færeysku. Það er hljóðið sem heyrist fyrir [k], [p] eða [t] í orðum eins og hlekkur, upp og stuttur. Aðblástur er líka til í gelísku, mögulega vegna norræna áhrifa.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.