Austurbyggð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Austurbyggð (2003 - 2006)

Austurbyggð var sveitarfélag á Austfjörðum. Það varð til 1. október 2003 við sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps. Hið nýja sveitarfélag varð þó skammlíft, því 9. júní 2006 sameinaðist það Fáskrúðsfjarðarhreppi, Mjóafjarðarhreppi og Fjarðabyggð undir merkjum Fjarðabyggðar, að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2006.

Innan Austurbyggðar voru þorpin Fáskrúðsfjörður (einnig kallað Búðir) og Stöðvarfjörður við samnefnda firði. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 859.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.