Auckland Grammar School

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Drengjaskólinn Auckland Grammar School í Auckland á Nýja Sjálandi var stofnaður 1868. Hann er meðal stærstu grunnskóla landsins og eingöngu ætlaður piltum á aldrinum 9 - 13 ára. Skólinn sem er byggður í spænskum stíl er vinsæll meðal nemenda á Nýja Sjálandi og komast færri að en vilja. Einnig sækja erlendir nemendur skólann og eru á þessu ári (2007) um 60 talsins. Skólagjöld miðast við frjáls framlög einstaklinga og voru árið 2006 frá NZD$740 - til NZD$4,472 fyrir infædda en eru bundin við NZD$20,000 fyrir gesti.

Per Angusta ad Augusta (Through rough ravines to hallowed heights) eru einkunarorð skólans og mætti þýða: „Þrautirnar eru til að sigrast á þeim.“

  Þessi Nýja-Sjálandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.