Fara í innihald

Atvinnubótastígur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Atvinnubótastígur er stígur sem upphaflega átti að liggja frá Suðurlandsbraut í Reykjavík að Lækjargötu í Hafnarfirði. Byrjað var að vinna við stíginn þann 1. febrúar 1918 en haustið áður veitti ríkisstjórnin sveitastjórnum dýrtíðarlán svo þær gætu ráðið fjölskyldumenn í vinnu. Á stígnum átti að vera sjö metra breiður vegur sem væri þannig að járnbrautarteinar væru austan megin en vestan megin vegarins væri fyrir umferð ökutækja og reiðmenn. Vegurinn var aldrei kláraður. Hluti af stígnum (420 m) hefur varðveist í Garðahrauni. Er sá kafli átta metra breiður með vönduðum hleðslum yfir hraungjótur.

Í Morgunblaðinu 12. janúar 1918 segir: „Dýrtíðarvinna. 235 menn eru nú í dýrtíðarvinnu. Er unnið að grjótmulningi, holræsagerð og undirbúningi hins nýja Hafnarfjarðarvegar. Þessa síðustu dagana hafa þó verið vanhöld á verkamönnum vegna kuldans. Sumir alls eigi komið til vinnu, en aðrir farið um miðja daga og sumir þá allmjög kaldir.“[1]

Göngustígur í Garðahrauni upp í Urriðaholt og Heiðmörk liggur þvert á Atvinnubótastíginn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Dýrtíðarvinna, Morgunblaðið (12.01.1918)