Atlantíka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Atlantíka með meginlandskjörnum frá Upphafsöld.

Atlantíka var meginland sem myndaðist á Frumlífsöld fyrir um 2000 milljón árum þegar nokkrir meginlandskjarnar sameinuðust. Landið var staðsett þar sem nú eru Vestur-Afríka og austurhluti Suður-Ameríku. Atlantíka var samtíða risameginlandinu Nenu. Löndin skildust að þegar Kólumbía brotnaði upp fyrir 1,6 til 1,4 milljónum ára. Fyrir um 1000 milljón árum sameinuðust Atlantíka, Nena og Úr og mynduðu Ródiníu. Þegar Ródinía brotnaði upp fyrir 1000 til 500 milljón árum urðu til þrjú ný meginlönd, Lárasía og Austur- og Vestur-Gondvana. Atlantíka varð miðhluti þess síðastnefnda.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.