Fara í innihald

Atlanta Hawks

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Atlanta Hawks
Deild Miðriðill, Austurdeild, NBA
Stofnað 1946
Saga Buffalo Bisons
1946 (NBL)
Tri-Cities Blackhawks
1946–1949 (NBL)
1949–1951 (NBA)
Milwaukee Hawks
1951–1955
St. Louis Hawks
1955–1968
Atlanta Hawks
1968–
Völlur State Farm Arena
Staðsetning Atlanta, Georgia
Litir liðs        
Eigandi
Formaður
Þjálfari
Titlar NBA: 1 (1958)
Heimasíða

Atlanta Hawks er bandarískt körfuknattleikslið sem leikur í NBA deildinni.[1]

Uppruna liðsins má rekja til stofnunar Buffalo Bisons árið 1946 í Buffalo í New York fylki. Liðið var í eigu Ben Kerner og Leo Ferris og tók þátt í National Basketball League (NBL).[2] Eftir einungis 38 daga í Buffalo flutti liðið til Moline í Illinois-fylki, þar sem það var endurnefnt Tri-Cities Blackhawks.[3] Árið 1949 gekk félagið til liðs við NBA sem hluta af sameiningu NBL og Basketball Association of America (BAA) og var Red Auerbach þjálfari liðsins fyrsta tímabilið þar. Árið 1951 flutti Kerner liðið til Milwaukee, þar sem þeir breyttu nafni sínu í Milwaukee Hawks. Kerner og liðið fluttu aftur árið 1955, í þetta sinn til St. Louis, þar sem þeir unnu sinn fyrsta NBA meistaratitil árið 1958 auk þess sem félagið komst í úrslit NBA árin 1957, 1960 og 1961. Hawks léku við Boston Celtics í öllum fjórum ferðum sínum í úrslitunum.

Árið 1968 seldi Kerner félagið til Thomas Cousins ​​og Carl Sanders, fyrrverandi ríkisstjóra Georgíu, sem fluttu það til Atlanta og skýrðu Atlanta Hawks.[4][5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Atlanta Hawks | NBA, Basketball, History, & Notable Players | Britannica“. www.britannica.com (enska). 19 febrúar 2025. Sótt 22 febrúar 2025.
  2. Wagner, Andrew (21 júní 2021). „Long Before The Bucks Were Born, Milwaukee Was Home Of The Hawks“. Forbes. Afrit af uppruna á 23 nóvember 2023. Sótt 22 nóvember 2023. „The Hawks have called Atlanta home since 1968, the same season the Bucks joined the NBA as an expansion team, but the franchise itself dates back to 1946 when it was known as the Buffalo Bisons and a member of the fledgling National Basketball League.“
  3. Markazi, Arash (3 október 2015). „Long-forgotten Leo Ferris helped devise NBA's 24-second clock, first used 61 years ago today“. ESPN. Afrit af uppruna á 25 febrúar 2022. Sótt 5 maí 2016.
  4. „1966-68: "Sweet Lou" Makes His Debut–Franchise History“. Hawks.com. NBA Media Ventures, LLC. Afrit af upprunalegu geymt þann 23 október 2013. Sótt 6 júní 2023. „On May 3, 1968, owner Ben Kerner shocked residents of both St. Louis and Atlanta when he announced that the Hawks had been sold to Georgia real estate developer Thomas Cousins and former Georgia Governor Carl Sanders. Kerner believed that a St. Louis franchise could no longer compete financially in the NBA; the league now consisted of 14 teams and had to compete with the ABA for supremacy.“
  5. „This Date in the NBA: May“. NBA.com. NBA Media Ventures, LLC. 13. september 2021. Afrit af uppruna á 5 júní 2023. Sótt 6 júní 2023. „May 3, 1968–It is announced that the St. Louis Hawks would move to Atlanta for the 1968-69 season, under the guidance of new owners Tom Cousins and former Georgia Governor Carl Sanders.“