Arnfinnur Þorsteinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Arnfinnur Þorsteinsson (f. um 1350, d. eftir 1430) var íslenskur hirðstjóri, riddari og sýslumaður á 15. öld. Hann bjó á Urðum í Svarfaðardal.

Arnfinnur var sonur Þorsteins Eyjólfssonar hirðstjóra frá Urðum, sem dó um 1402. Af máldögum Urða virðist hann hafa tekið við búi þar um 1370 og búið þar í um eða yfir 60 ár. Arnfinnur var auðugur og einn helsti höfðingi landsins á fyrstu áratugum 15. aldar. Hann mun hafa haft sýsluvöld nyrðra en ekki er víst hvar.

Árni Ólafsson biskup, sem verið hafði hirðstjóri um skeið, fór utan 1419 og mun Arnfinnur hafa farið með hirðstjórn í umboði hans það ár. Á Alþingi þetta sumar skrifaði hann fyrstur manna undir hyllingarbréf Eiríks konungs af Pommern og kallaði sig þar „yðar foreldra hirðmann“. Rétt eftir Alþingi, þann 13. júlí 1419, gaf hann út bréf í Hafnarfirði þar sem hann veitti tveimur erlendum (líklega þýskum) kaupmönnum leyfi til verslunar og fiskveiða við Ísland. Þar kallar hann sig hirðstjóra yfir öllu Íslandi. Hann hefur þó ekki haft hirðstjórn nema til næsta árs því á Alþingi 1420 eru Helgi Styrsson og Þorsteinn Ólafsson hirðstjórar.

Ekki er vitað hver kona Arnfinns var en á meðal barna hans var Eyjólfur bóndi á Urðum og víðar, tengdafaðir Hrafns Brandssonar lögmanns.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Árni Ólafsson
Hirðstjóri
(14191420)
Eftirmaður:
Helgi Styrsson
Þorsteinn Ólafsson