Arnarnessgöng

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Arnardalshamar)
Jump to navigation Jump to search

Arnarnesgöng eru tvíbreið 30 metra löng göng á milli Ísafjarðar og Súðavíkur í gegnum Arnardalshamar. Þau eru fyrstu jarðgöngin á íslandi.

Göngin eru hluti af Súðavíkurvegi og vegaframkvæmdir við hann hófust við Kirkjubólshlíð. Sumarið 1945 var reist brú yfir Arnardalsá og vegur lagður um Súðavíkurhlíð að Arnardalshamar haustið 1946. Byrjað var að sprengja í gegnum Arnardalshamar 1947.[1] Við framkvæmdir á göngunum var vegagerðin gagnrýnd fyrir seinagang og sóun á ríkisfé í súðavíkurveg í stað þess að fara yfir Arnardalsháls.[1][2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Vegagerð sem gengur seint” Alþýðublaðið, 213. Tölublað (18.09.1948), Blaðsíða 3
  2. „Heyrði ég í hamrinum, hátt var þar látið” Skutull, 39. Tölublað (08.10.1948), Blaðsíða 1