Arlington Road
Arlington Road | |
---|---|
Leikstjóri | Mark Pellington |
Handritshöfundur | Ehren Kruger |
Framleiðandi | Tom Rosenberg Sigurjón Sighvatsson |
Leikarar | Jeff Bridges Tim Robbins |
Frumsýning | 9. júlí 1999 23. apríl 1999 |
Lengd | 117 mín. |
Tungumál | Enska |
Aldurstakmark | 16 ára |
Ráðstöfunarfé | $21.500.000 |
Arlington Road er bandarísk sakamálamynd frá árinu 1999. Jeff Bridges, Tim Robbins, Joan Cusack og Hope Davis fara með aðalhlutverk í myndinni sem að er leikstýrð af Mark Pellington. Handritshöfundur er Ehren Kruger sem að skrifaði það árið 1996 og senti það inn í árlegu handritakeppni Bandarísku kvikmyndaakademíunnar og hlaut fyrstu verðlaun.
Myndin fjallar um kennara við George Washington-háskóla sem að hefur nýlega misst konuna sína. Eftir að nýir nágrannar flytja inn á götuna hans fer hann að gruna að þeir séu hryðjuverkamenn og verður fljótt heltekinn því.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Michael Faraday, söguprófessor, býr ásamt tíu ára syni sínum, Grant, í úthverfi höfuðborgarinnar Washington. Tvö ár eru liðin frá því eiginkona Faraday var drepin en hún vann fyrir FBI og leitar þessi atburður mikið á prófessorinn. Af tilviljun vingast hann við nágranna sína sem nýfluttir eru í hverfið, Oliver og Chery Lang. Faraday tekur þessum vinskap með opnum huga enda búinn að einangra sig í langan tíma. Það renna þó fljótt á hann tvær grímur þegar hann kemst að því að ekki er allt satt sem þau segja um líf sitt. Óróleiki Faradays verður að sterkum grun um að Lang-hjónin séu alls ekki það sem þau líta út fyrir að vera, þau hafi eitthvað á prjónunum sem ekki þoli dagsins ljós.