Arktíka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Arktíka var meginland sem myndaðist fyrir 2,5 milljörðum ára á Nýupphafsöld. Arktíka var mynduð úr Kanada- og Síberíujarðflekunum og er nú um það bil þar sem Norðurslóðir eru.

Arktíka var hluti af risameginlandinu Ródiníu, ásamt Atlantíku og Nenu fyrir um einum milljarði ára. Þegar meginlandið gliðnaði í sundur hélst Arktíka að mestu á norðlægum breiddum.