Ark Music Factory

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Ark Music Factory er bandarískt fyrirtæki sem er með höfuðstöðvar sínar í Hollywood. Fyrirtækið segir sitt markmið vera að koma ungu (og „hæfileikaríku“) tónlistarfólki á framfæri með því að hjálpa við að semja lagatexta, tónlist og gera myndbönd undir lögin. Fyrirtækið virkar þannig að tónlistarfólkið greiðir fyrirtækinu pening fyrir tónlistarsmíð, myndband og dreifingu og svo fær tónlistarfólkið meirihluta ágóða af sölum.

Hingað til hefur Ark Music Factory ekki gefið út mikið af lögum en þau fáu sem eru komin út eru sungin af 13-16 ára stelpum og í hverju einasta lagi kemur fram svartur miðaldra rappari.

Lögin frá Ark Music Factory hafa fengið mjög neikvæða gagnrýni en á youtube hafa tæplega 60 milljónir manns séð myndbandið Rebecca Black - Friday þar sem mikið gys er gert af tónlistar- og textasmíð lagsins. Einnig er vert að taka fram að öll lög Ark Music Factory eru um ástarsambönd ungra unglinga (13-16 ára) og í myndböndum kemur oft fram að unglingarnir eru að skemmta sér seint um kvöld sem brýtur líklega á útivistartíma þeirra. Einnig sjást unglingar keyra blæjubíl í myndbandinu „Friday“ á youtube.

Það sem öll lög Ark Music Factory eiga sameiginlegt er:

- 13-16 ára stelpur

- Fjalla um ástarsambönd og að skemmta sér

- Allar raddir eru mjög tölvubreyttar með Auto-Tune

- Svartur rappari birtist í lögunum

- Textinn er talinn vera móðgandi vegna þess hversu einfaldur og lélegur hann er, oft ruglingslegur vegna þess að hann er algjörlega úr samhengi