Anura Kumara Dissanayake
Anura Kumara Dissanayake | |
---|---|
අනුර කුමාර දිසානායක அநுர குமார திசாநாயக்க | |
Forseti Srí Lanka | |
Núverandi | |
Tók við embætti 23. september 2024 | |
Forsætisráðherra | Harini Amarasuriya |
Forveri | Ranil Wickremesinghe |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 24. nóvember 1968 Galewela, Matale-sýslu, Miðhéraði, Srí Lanka |
Þjóðerni | Srílanskur |
Stjórnmálaflokkur | Janatha Vimukthi Peramuna |
Maki | Mallika Dissanayake |
Börn | 1 |
Háskóli | Háskólinn í Peradeniya (útskrifaðist ekki) Háskólinn í Kelaniya |
Undirskrift |
Dissanayaka Mudiyanselage Anura Kumara Dissanayake (f. 24. nóvember 1968), gjarnan kallaður AKD, er srílanskur stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Srí Lanka frá árinu 2024.[1][2] Hann er núverandi leiðtogi stjórnmálaflokksins Janatha Vimukthi Peramuna (JVP) og Alþýðuvalds þjóðarinnar, kosningabandalags vinstriflokka.
Dissanayake hefur starfað með JVP frá því hann var í gagnfræðaskóla og var virkur í stúdentapólitík í háskóla áður en hann hlaut sæti í stjórnmálanefnd JVP árið 1995. Hann hefur setið á srílanska þinginu frá árinu 2009. Hann var jafnframt landbúnaðar-, búfjár-, jarða- og áveitumálaráðherra frá 2004 til 2005 og var agameistari þingflokks stjórnarandstöðunnar frá 2015 til 2018. Hann var útnefndur leiðtogi JVP á 17. landsþingi flokksins þann 2. febrúar 2014.[3]
Æska, menntun og stúdentapólitík
[breyta | breyta frumkóða]Dissanayake Mudiyanselage Anura Kumara Dissanayake fæddist 24. nóvember 1968 í þorpinu Galewela í Matale-sýslu í Norðurmiðhéraði Srí Lanka.[4] Faðir hans var skrifstofumaður[5] og móðir hans heimasæta. Hann átti eina systur.[6]
Dissanayake hlaut menntun sína hjá skólanum Thambuthegama Gamini Maha Vidyalaya og Thambuthegama-miðháskólanum. Hann varð fyrsti nemandinn frá skólanum sem hlaut inngöngu í háskóla.[6] Dissanayake hafði starfað með JVP frá skólaárum sínum og gekk formlega í flokkinn árið 1987 með þátttöku í stúdentapólitík. Hann helgaði líf sitt stjórnmálum frá árinu 1987, þegar uppreisn JVP hófst.[6] Hann gekk í Háskólann í Peradeniya en hætti námi stuttu síðar vegna stríðsátaka. Hann flutti sig yfir í Háskólann í Kelaniya árið 1992 og útskrifaðist árið 1995 með BA-gráðu í raunvísindum.[7]
Stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]Stjórnmálanefnd JVP
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1995 varð Dissanayake aðalskipuleggjandi landssamtaka sósíalískra stúdenta og hlaut sæti í miðnefnd JVP. Hann var útnefndur í stjórnmálanefnd JVP árið 1998.[7] JVP, sem hafði hafið þátttöku í borgaralegum stjórnmálum á ný undir forystu Somawansa Amarasinghe, studdi Chandrika Kumaratunga í þingkosningum Srí Lanka árið 1994. Flokkurinn varð hins vegar brátt mjög gagnrýninn á stjórn Kumaratunga eftir kosningarnar.
Ráðherra
[breyta | breyta frumkóða]Dissanayake hlaut sæti á þingi árið 2000 eftir þingkosningar það ár. Hann var kjörinn af þjóðarlista JVP og hélt sæti sínu á þingi eftir kosningar árið 2001. Árið 2004 gekk JVP í bandalag með Frelsisflokknum og bauð fram á þing með Frelsisbandalagi sameinaðrar alþýðu. Flokkurinn vann 39 þingsæti og Dissanayake var kjörinn á þing fyrir kjördæmi í Kurunegala-sýslu. Kumaratunga forseti útnefndi hann landbúnaðar-, búfjár-, jarða- og áveitumálaráðherra í samsteypustjórn Frelsisflokksins og JVP í febrúar 2004.[8] Hann sagði af sér þann 16. júní 2005 ásamt öðrum ráðherrum JVP eftir að flokksleiðtoginn Amerasinghe ákvað að draga flokkinn úr flokkabandalaginu vegna andstöðu við ákvörðun forsetans um að starfa með Tamíltígrum við veitingu neyðarhjálpar vegna flóðbylgju í norður- og austurhéruðum landsins.[9][10] Hann var agameistari stjórnarandstöðunnar frá september 2015 til desembr 2018.[11]
Flokksleiðtogi JVP
[breyta | breyta frumkóða]Þann 2. febrúar 2015, á 17. landsþingi JVP, var Dissanayake útnefndur nýr leiðtogi JVP. Hann tók við af Somawansa Amarasinghe.[12]
Forsetakosningarnar 2019
[breyta | breyta frumkóða]Þann 18. ágúst 2019 tilkynnti Alþýðuvald þjóðarinnar, stjórnmálabandalag undir forystu JVP, að Dissanayake yrði forsetaframbjóðandi bandalagsins í kosningunum árið 2019. Dissanayake lenti í þriðja sæti í kosningunum og hlaut 3% atkvæða, alls um 418.553 atkvæði.[13]
Forsetakosningarnar 2024
[breyta | breyta frumkóða]Þann 29. ágúst 2023 tilkynnti Alþýðuvald þjóðarinnar að Dissanayake yrði frambjóðandi bandalagsins á ný í forsetakosningum árið 2024.[14]
Stjórnmálaskoðanir
[breyta | breyta frumkóða]Dissanayake hefur verið kallaður marxisti[15] og nýmarxisti.[16] Dissanayake hefur heitið því að rjúfa þing innan 45 daga frá embættistöku sinni og sækjast eftir almennu umboði til að framkvæma stefnumál sín. Í kosningunum 2024 lagði hann áherslu á baráttu gegn spillingu og gegn fátækt.[17] Dhananath Fernando, framkvæmdastjóri hugveitunnar Advocata Institute í Kólombó, sagði um Dissanayake að hann talaði nú fyrir auknu verslunarfrelsi og legði áherslu á einföldun tollakerfisins, umbætur í viðskiptageiranum, umbætur í skattkerfinu, baráttu gegn spillingu og eflingu einkageirans til að stuðla að hagvexti. Enn væri þó margt á huldu um afstöðu hans til skuldaviðræðna.[18]
Skattaumbætur
[breyta | breyta frumkóða]Dissanayake hefur farið hörðum orðum um ríkisstjórn Srí Lanka og um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS). Hann hefur fullyrt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi aðeins áhuga á að hjálpa spilltum stjórnum.[19] Hann hefur sagt að semja þurfi um sum skilyrði AGS upp á nýtt, til dæmis með því að lækka tiltekna skatta eins og staðgreiðslukerfisskatta. Hann hefur gefið til kynna að stjórn hans myndi hækka velferðarstyrki en afnema virðisaukaskatta á nauðsynjavörur eins og mat, heilbrigðisþjónustu, heilbrigðisvörur og menntaþjónustur.[20] Dissanayake hefur lofað að halda áfram samningi við AGS.[21]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Anura Kumara to be sworn in as President today“. www.adaderana.lk (enska). Afrit af uppruna á 23. september 2024. Sótt 23. september 2024.
- ↑ Radhakrishnan, R. K. (22. september 2024). „Anura Kumara Dissanayake Wins Sri Lanka Presidential Election 2024“. Frontline (enska). Afrit af uppruna á 23. september 2024. Sótt 22. september 2024.
- ↑ „Anura Kumara Dissanayake is new JVP leader“. Daily Mirror (enska). 2. febrúar 2014. Afrit af uppruna á 23. september 2024. Sótt 23. september 2024.
- ↑ „Who is Sri Lanka's new president Anura Kumara Dissanayake?“. BBC. Sótt 23. september 2024.
- ↑ Ellis-Petersen, Hannah (23. september 2024). „Anura Kumara Dissanayake: who is Sri Lanka's new leftist president?“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 23. september 2024.
- ↑ 6,0 6,1 6,2 David, Anusha. „Anusha David speaks to Anura Kumara Dissanayake“. jvpsrilanka.com. JVP. Afrit af uppruna á 8. febrúar 2024. Sótt 8. febrúar 2024.
- ↑ 7,0 7,1 „A look back into the life of the NPP Presidential candidate; Anura K.“. Newsfirst. Afrit af uppruna á 23. september 2024. Sótt 8. febrúar 2024.
- ↑ „Agriculture Minister Anura Kumara Dissanayake will launch tomorrow Tank renovation scheme at Yapahuwa“. Afrit af uppruna á 25. september 2015. Sótt 25. september 2015.
- ↑ „JVP leaves coalition Government“. TamilNet. 16. júní 2005. Afrit af uppruna á 23. september 2024. Sótt 11. nóvember 2023.
- ↑ Weerasinghe, Chamikara (17. júní 2005). „VP leaves Govt with regret“. Daily News, Sri Lanka. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júní 2011.
- ↑ „Parliament of Sri Lanka - Chief Opposition Whips“. parliament.lk (bresk enska). Parliament of Sri Lanka. Sótt 19. september 2024.
- ↑ Liyanasuriya, Sathya (6 Feb 2014). „Can Anura's logical oratory spur people's imagination?“. Daily Mirror (enska). Afrit af uppruna á 5. október 2019. Sótt 22. september 2024.
- ↑ „NPPM Declares JVP Leader Anura Kumara Dissanayake As Its 2019 Presidential Candidate“. Colombo Telegraph. 18. ágúst 2019. Afrit af uppruna á 10. ágúst 2022. Sótt 19. ágúst 2019.
- ↑ „JVP on the track before race is announced“. Daily Mirror (enska). Afrit af uppruna á 6. nóvember 2023. Sótt 6. nóvember 2023.
- ↑ „Marxist Dissanayake wins Sri Lanka's presidential election as voters reject old guard“. NPR. Associated Press. 22. september 2024. Afrit af uppruna á 23. september 2024. Sótt 23. september 2024.
- ↑ Reed, John; Ratnaweera, Mahendra (22. september 2024). „Neo-Marxist Dissanayake upsets odds to win Sri Lanka presidency“. Financial Times. Afrit af uppruna á 23. september 2024. Sótt 23. september 2024.
- ↑ Ganguly, Sudipto; Jayasinghe, Uditha (22. september 2024). „Sri Lanka's president-elect breaks a tradition of political lineage“. Reuters.
- ↑ Pathirana, Saroj (13. september 2024). „Could Marxist Anura Dissanayake become Sri Lanka's next president?“. Al Jazeera (enska). Afrit af uppruna á 22. september 2024. Sótt 23. september 2024.
- ↑ „Sri Lanka needs a national liberation movement, not mere regime change: Anura Kumara Dissanayake“. THG PUBLISHING PVT LTD. Afrit af uppruna á 8. maí 2024. Sótt 6. maí 2024.
- ↑ Ranasinghe, Imesh (25. ágúst 2024). „Presidential Election 2024: A look at economic policies of key candidates“. The Morning. Afrit af uppruna á 13. september 2024. Sótt 19. september 2024.
- ↑ Perera, Ayeshea; Guinto, Joel (22. september 2024). „Anura Kumara Dissanayake: Left-leaning leader wins Sri Lanka election“. BBC News (bresk enska). Afrit af uppruna á 22. september 2024. Sótt 23. september 2024.
Fyrirrennari: Ranil Wickremesinghe |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |