Fara í innihald

Antonio Serra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Antonio Serra var ítalskur hagfræðingur fæddur seint á 16 öld og lést á 17 öld en ekki er vitað nákvæmlega hvenær hann dó[1].

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Ekki er vitað mikið um ævi Antonios Serra eða hvernig hann leit út. Það er vitað að hann var fæddur í Cosenza konungsríki Nepals á Suður-ítalíu og talið er að hann hafi verið í fangelsi í kringum 1599 til dauðadags. Talið er að Antonios hafi látist stuttu eftir að hann skrifaði og gaf út smáritið "Brief Treatise" árið 1613. Ritið er það eina sem er vitað um Antonio Serra og allar heimildir um hann eru gefnar út frá því smáriti. Hann var líklegast með góða kristna menntun, læknisgráðu og reynslu í viðskiptum. Verk Serras voru gleymd eftir dauða hans og voru svo enduruppgötvuð af Ferdinando Galiani um einni og hálfri öld seinna[1].

Bókin Brief Treatise er sjaldgjæft rit og aðeins er vitað um 6 eintök séu til í dag. Antonios Serras er kenndur við kaupauðgisstefnuna (Mercantilism) og kenningar hans voru að einbeita sér að raunhagkerfinu en ekki fjármálakerfis á þeim tíma. Serra sýndi einnig afhverju sumar þjóðir eru fátækari en aðrar.

Hann lagði áherslu á vöxt mismunandi atvinnutækifæra sem var nýtt á þeim tíma. Antonio útskýrði hvernig borgir gátu haldið hámarks fjölda og hvernig borgir gátu verið auðugri með því að notfæra sér hæfileika fólksins sem þar bjó, hann gerði það þannig að sýna muninn á framleiðslu á hráefnum og framleiddri vöru[2].

Serra var einn af þeim fyrstu til að skilja greiðslujöfnuð og að hann væri samsettur úr vöruskipta- og þjónustujöfnuði. Hann útskýrði afhverju gull- og silfur skortur í konungsveldi Naples var vegna halla á greiðslujöfnuði. Með því gat hann hafnað þeirri hugmynd samtímans að skortur á gulli og silfri var vegna gengismismunar[1].

  1. 1,0 1,1 1,2 „HET: Antonio Serra“. www.hetwebsite.net. Sótt 17. september 2022.
  2. Reinert, Erik S. „Giovanni Botero (1588) and Antonio Serra (1613): Italy and the birth of development economics“. Handbook of Alternative Theories of Economic Development: 3–41. doi:10.4337/9781782544685.00007.