Anime á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Anime var löngum lítt þekkt í íslenskri menningu og líklegast þekkja margir enn ekki til þess. Með mikilli netvæðingu á Íslandi og auknu aðgengi að kvikmyndum í gegnum netið fór að bera á því að ýmsir höfðu áhuga á þessu og spjallrásir á IRC-inu voru búnar til að spjalla um sameiginlegt áhugamál þeirra, anime. Teiknimyndasögur urðu síðan aftur mjög vinsælar þegar margar þeirra urðu kvikmyndaðar, það varð til þess að bókasöfn fóru að kaupa einstaka mangabækur. Nexus, sem sérhæfir sig í teiknimyndasögum, vísindaskáldsögum, borðspilum og fleiru því tengdu byrjaði einnig að bjóða upp á mikið úrval. Fyrir vikið þekkir stór hluti ungmenna á Íslandi nú til anime.

Að nálgast Anime[breyta | breyta frumkóða]

Myndbandaleigur og verslanir[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrar myndbandaleigur luma á þáttum og myndum og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Þar ber helst að nefna verslunina Nexus á Hverfisgötu í Reykjavík sem tekur einnig það að sér að selja sérpanta DVD-diska og myndbönd til eignar.

Einnig voru nokkrar þáttaraðir vinsælar á íslenskum myndbandaleigum í upphafi 10. áratugsins. Þær voru flestar gefnar út af Manga Entertainment í Evrópu. Þar ber einna hæst þáttaröðin Dominion Tank Police.

Internetið[breyta | breyta frumkóða]

Flestir þeir sem hafa áhuga á að horfa á efni fyrir eldri aldurshópa ná oftast í það á Internetinu þrátt fyrir ákveðna óvissu um höfundarrétt en á Íslandi hefur myndast nokkurskonar netsamfélag þar sem dreifing og deiling á anime-efni og öðru slíku s.s. manga-myndasögum og Japönskum tölvuleikjum fer fram.

Stærstur hluti þeirra sem stunda slíkt gera það í gegn um IRC-spjallkerfið á rásinni #Anime.is á IRCnet en eftir að íslenskar internetþjónustur hættu að rukka sérstaklega fyrir netumferð til útlanda hefur BitTorrent átt vaxandi vinsældum að fagna en þar áður voru nokkrir lokaðir Direct Connect tengipunktar starfandi sérstaklega fyrir íslenska anime-aðdáendur.

Anime í íslensku sjónvarpi[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrar anime-þáttaraðir og kvikmyndir hafa verið sýndar í íslensku sjónvarpi en megnið af þeim hefur verið barnaefni.

Listi yfir anime í íslensku sjónvarpi[breyta | breyta frumkóða]

Hér fyrir neðan er listi yfir nokkrar þáttaraðir sem sýndar hafa verið á Íslandi.

Anime-klúbbar[breyta | breyta frumkóða]

Sjá meginsíðu: Animeklúbbur

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]