Andlitságræðsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Andlitságræðsla er lækningaaðferð þar sem skipt er um andlitsvef einstaklings. Fyrsta andlitságræðslan á lifandi manneskju var framkvæmd í Frakklandi árið 2005, en aðeins hluti andlitsins var græður á. Fyrsta ágræðsla heils andlits var gerð á Spáni árið 2010. Aðferðin er ætluð þeim sem hafa orðið fyrir meiðsli, brunasárum, sjúkdómum, fæðingargöllum eða öðrum þáttum sem valda lýti.

Annar valkostur er andlitsendurgerð þar sem vefir frá öðrum líkamshlutum, svo sem bakinu, lærunum, rasskinnunum eða bringunni, eru græðir á andlit sjúklingsins. Þessi aðferð getur tekið allt að 50 skurðaaðgerðir og útkoman er oftast ófullnægjandi. Sjúklingurinn endurheimtir lítið sem ekkert notagildi andlitsvöðvanna og húðin er eins og vattteppi í útliti.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.