Anansí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kónguló frá Gambíu.

Anansí er sögupersóna sem kemur fyrir í mörgum þjóðsögum frá Vestur-Afríku, Karíbahafinu og Norður-Ameríku. Anansí er kónguló en kemur stundum fram í sögunum sem maður.

Heiti Anansí kemur úr akanmáli Asantemanna frá núverandi Gana og merkir einfaldlega „kónguló“. Sögurnar bárust frá Vestur-Afríku til Ameríku með þrælaversluninni. Á Curaçao og Bonaire er hann þekktur sem Kompa Nanzi, á Jómfrúaeyjum sem Bru Nansi, í Súrínam sem Ba Anansi og í Suður-Karólínu sem Aunt Nancy.

Sögur um Anansí eru oft dæmisögur eða goðsögur. Stundum eru kona hans og börn nefnd til sögunnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.