Amflora

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hnýði af Amflora

Amflora er erfðabreytt kartöfluyrki. Hún er mjög mjölmikil og var aldrei framleidd til manneldis heldur sem hráefni í kartöflusterkjuiðnaði.

Sterkja í venjulegri kartöflu er úr tveimur þáttum - amylopectin og amylose. Báðir þessir þættir eru jafngildir sem næring en í iðnaði er ekki hægt að nota þá saman því þeir hafa mismunandi eiginleika. Í sterkjuiðnaði þarf eingöngu þykkniseiginleika amylopectin. Aftur á móti er gelmyndun amylose þáttarins óæskileg og getur truflað ákveðin ferli. Það krefst orku og vatns að skilja þessa þætti í sundur. Rannsakendur við plöntuvísindastöð BASF þróuðu nýja erfðabreytta sterkjukartöflu undir heitinu Amflora en þessi tegund framleiðir sterkju sem er nánast eingöngu úr amylopectin.

Amflora hefur verið ræktuð í Þýskalandi frá 2006 en ræktun var um þriggja ára skeið (frá mars 2010 til ársins 2013) leyfð í Evrópusambandinu. Dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að útgáfa leyfisins hafi ekki verið í samræmi við reglur og ógilti ræktunarleyfi fyrir Amflora.[1]


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Dunmore, Charlie 13. des. 2013, „EU court annuls approval of BASF's Amflora GMO potato". . Skoðað 26. feb. 2015.