Amflora

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Hnýði af Amflora

Amflora er erfðabreytt kartöfluyrki. Hún er mjög mjölmikil og var aldrei framleidd til manneldis heldur sem hráefni í kartöflusterkjuiðnaði.

Sterkja í venjulegri kartöflu er úr tveimur þáttum - amylopectin og amylose. Báðir þessir þættir eru jafngildir sem næring en í iðnaði er ekki hægt að nota þá saman því þeir hafa mismunandi eiginleika. Í sterkjuiðnaði þarf eingöngu þykkniseiginleika amylopectin. Aftur á móti er gelmyndun amylose þáttarins óæskileg og getur truflað ákveðin ferli. Það krefst orku og vatns að skilja þessa þætti í sundur. Rannsakendur við plöntuvísindastöð BASF þróuðu nýja erfðabreytta sterkjukartöflu undir heitinu Amflora en þessi tegund framleiðir sterkju sem er nánast eingöngu úr amylopectin.

Amflora hefur verið ræktuð í Þýskalandi frá 2006 en ræktun var um þriggja ára skeið (frá mars 2010 til ársins 2013) leyfð í Evrópusambandinu. Dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að útgáfa leyfisins hafi ekki verið í samræmi við reglur og ógilti ræktunarleyfi fyrir Amflora.[1]


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Dunmore, Charlie 13. des. 2013, „EU court annuls approval of BASF's Amflora GMO potato". . Skoðað 26. feb. 2015.