American Dad!
American Dad | |
---|---|
Tegund | Gamanþáttur |
Höfundur | Seth McFarlane Mike Barker Matt Weitzman |
Upprunaland | Bandaríkinn |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 20 |
Fjöldi þátta | 366 |
Framleiðsla | |
Lengd þáttar | 21 mín |
Framleiðsla | Underdog Productions Fuzzy Door Productions |
Útsending | |
Sýnt | 6. febrúar 2005 – |
American Dad! eru bandarískir háðsádeilu-teiknimyndaþættir sem framleiddir eru af Underdog Productions og Fuzzy Door Productions fyrir 20th Century Fox. Höfundur þáttanna að hluta til er Seth MacFarlane, höfundur Family Guy þáttanna. Fyrsti þátturinn var sýndur í Bandaríkjunum þann 6. febrúar árið 2005. Þátturinn fylgist með lífi CIA fulltrúans Stan Smith og fjölskyldu hans.
Aðalpersónur
[breyta | breyta frumkóða]- Stan Smith (Seth MacFarlane) – Fjölskyldufaðirinn.
- Francine Smith (Wendy Schaal)– Eiginkona Stan.
- Hayley Smith (Rachael MacFarlane) – Dóttir Stan og Francine.
- Steve Smith (Scott Grimes)– Sonur Stan og Francine.
- Klaus (Dee Bradley Baker) – Talandi gullfiskur í eigu fjölskyldunnar.
- Roger (Seth MacFarlane) – Talandi drykkfellda geimveran sem býr hjá fjölskyldunni sem er einnig hrifinn af því að klæða sig upp í búninga
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Þátturinn fylgist með lífi CIA fulltrúans Stan Smith og fjölskyldu hans. Stan er oft að lenda í vandræðum út af tregi sinni og hvað hann trúir á. Francine reynir að stoppa hann oft en Hayley Smith (dóttirin) fer líka í það hlutverk sem 18 ára grænmetisétandi hippi. Steve er nörd sem gengur vel í skóla en illa með stelpur. Roger, geimveran í flestum skiptum reynir að hjálpa en oft gerir illt verra.