Allir geta dansað

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Allir Geta Dansað er íslensk útgáfa af Strictly Come Dancing(en) sjónvarpsþáttunum sem BBC sýnir í Bretlandi. Þátturinn hóf göngu sína á Íslandi 11. mars 2018. Í þættinum kenna 10 fagdansarar 10 þjóðþekktum einstaklingum að dansa. Í hverjum þætti dettur eitt par úr leik frá og með þætti tvö. Alls eru átta þættir og því fjögur pör sem keppa til úrslita.

Keppendur læra nýjan dans í hverri viku til þess að sýna fyrir framan alþjóð í beinni útsendingu. Dansarnir sem keppendur læra eru aðallega Ballroom(en) og Latneskur dans(en)ar og draga keppendur nýjan dans í hverri viku.

Dómarar gefa keppendum einkunnir fyrir dansinn frá 1 upp í 10 og raðast keppendur eftir heildar einkunn dómara. Símakosning fer svo í gang þegar allir keppendur hafa sýnt sinn dans og gildir símakosning helming á móti röðun dómara. Parið sem endar með lægstan samanlagaðn stigafjölda frá dómurum og símakosningu lýkur keppni.

Í úrslitaþættinum gildir símakosning 100% og eru einkunnir dómara í þeim þætti því bara til viðmiðunar.

Í þáttarröð 2 frá og með þætti 6 var kynnt til leiks „dance off“ eða dansbardagi þar sem tvö lægstu pör kvöldsins dönsuðu aftur sína dansa og ákvaðu dómarar hvaða par skildi ljúka keppni.

Dómarar í þættinum eru þau Selma Björnsdóttir, Jóhann Gunnar Arnarsson og Karen Björk Reeve.

Kynnar í fyrstu þáttarröð voru þær Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.

Kynnar í annarri þáttarröð voru þau Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Auðunn Blöndal.

Þættirnir eru framleiddir af RVK Studios fyrir Stöð 2.


Kynnar, þjálfarar og dómarar[breyta | breyta frumkóða]

Dómarar[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi dómarar

Kynnar[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi kynnar
Fyrrverandi kynnar

Þjálfarar[breyta | breyta frumkóða]

Listrænn stjórnandi og þjálfari í þáttunum er Adam Reeve.

Aðrir þjálfarar eru Helga Dögg Helgadóttir og Hannes Egilsson

Þátttakendur[breyta | breyta frumkóða]

Þáttarröð 1
Keppandi Fagdansari Fjöldi þátta
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Maxim Petrov 8
Arnar Grant Lilja Guðmundsdóttir 8
Bergþór Pálsson Hanna Rún Bazev Óladóttir 8
Ebba Guðný Guðmundsdóttir Javi Valiño 8
Hugrún Halldórsdóttir Daði Freyr Guðjónsson 7
Lóa Pind Aldísardóttir Sigurður Már Atlason 6
Jón Arnar Magnússon Hrefna Dís Halldórsdóttir 5
Sölvi Tryggvason Ástrós Traustadóttir 4
Hrafnhildur Lúthersdóttir Jón Eyþór Gottskálksson 3
Óskar Jónasson Telma Rut Sigurðardóttir 2
Þáttarröð 2
Keppandi Fagdansari Fjöldi þátta
Valdís Eiríksdóttir Sigurður Már Atlason 8
Haffi Haff Sophie Louise 8
Jón Viðar Arnþórsson Malín Agla Kristjánsdóttir (1-4), Marta Carrasco (5-8) 8
Veigar Páll Gunnarsson Ástrós Traustadóttir 8
Manuela Ósk Jón Eyþór Gottskálksson 8
Eyjólfur Kristjánsson Telma Rut Sigurðardóttir 6
Regína Ósk Maxim Petrov 5
Vilborg Arna Gissurardóttir Javi Valiño (1-3), Daði Freyr Guðjónsson (4) 4
Solla Eiríksdóttir Daði Freyr Guðjónsson 3
Ólafur Örn Ólafsson Marta Carrasco 2


Sigurvegarar[breyta | breyta frumkóða]

Þáttarröð 1 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir & Maxim Petrov
Þáttarröð 2 Valdís Eiríksdóttir & Sigurður Már Atlason
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.