Fara í innihald

Alheimsdraumurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alheimsdraumurinn var Íslenskur sjónvarpsþáttur sem að var sýndur á Stöð 2 árið 2025. Í þáttunum kepptust Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon í því að ferðast um allan heiminn.[1] Í þáttunum voru tvö lið, annars vegar Auddi og Steindi og hinsvegar Sveppi og Pétur. Þeir Egill Einarsson og Vilhelm Anton Jónsson sem að voru liðsfélagar í Ameríska draumnum sneru aftur í síðasta þættinum. Þættirnir voru fyrst tilkynntir í febrúar 2024 og fóru tökur fóru fram á tímabilinu 31. ágúst til 27. september 2024.[2][3]

Þættirnir eru framhaldsþættir Ameríska draumsins sem kom út árið 2010, Evrópska draumsins sem kom út árið 2012, Asíska draumsins sem kom út árið 2017 og Suður-ameríska draumsins sem kom út árið 2018.

Staða liða

[breyta | breyta frumkóða]
Þáttur Auddi og Steindi Sveppi og Pétur Útsendingardagur
Áskorun Stig Borg Áskorun Stig Borg
1 Framkvæma þrautir tengdar BDSM 73 Auckland, Nýja-Sjáland Taka þátt í insapenso athöfn hjá ættbálki 64 Höfðaborg, Suður-Afríka 28. febrúar 2025
2 Fara í hæstu rólu í heimi 186 Queenstown, Nýja-Sjáland Fara í teygjustökk (áskorun mistókst) 151 7. mars 2025
3 Liggja með köngulær ofan á sér 295 Gold Coast, Ástralía Fara ofan í dauðalaugina 291 Lúsaka, Sambía 14. mars 2025
4 Borða skordýr á hlaðborði 398 Maníla, Filippseyjar Gefa hýenum að borða 376 Addis Ababa, Eþíópía 21. mars 2025
5 Fanga svín og klifra upp stöng (áskorun mistókst) 433 Gangast til liðs við ættbálk 458 28. mars 2025
6 Tilbiðja kýr 491 Katmandú, Nepal Keyra hættulega götu í mikilli umferð 530 Nýja Delí, Indland 4. apríl 2025
7 Mæta í þjálfun hjá Nepalska hernum 578 Berjast í indverskri glímu 564 11. apríl 2025
8 Komast í snertingu við snáka og köngulær 653 Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmin Fara inn í búr og klappa ljóni 638 Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmin 25. apríl 2025
Leysa þrautir um alla Dúbaí Leysa þrautir um alla Dúbaí

Lokaþraut þáttaraðarinnar var að leysa þrautir víðs vegar um Dúbaí. Það lið sem að leysti þrautirnar á undan fékk 30 stig.

  • Fara í kappakstur um arabísku eyðimörkina
  • Kaupa saffran krydd
  • Fara í bát
  • Kaupa Gucci bol á Grand Souk markaðinum
  • Endurgera mynd af Rúriki Gíslasyni á ströndinni, birta á Instagram og fá 100 hjörtu
  • Fara í fallhlífarstökk
  • Ganga í gegnum glergólfið á toppnum á Dubai Frame
  • Finna íslenska fánann á torgi

Liðið sem kláraði þrautirnar á undan voru Sveppi, Pétur og Villi sem að fengu þrjátíu stig. En svo fór að Auddi, Steindi og Gillz unnu keppnina vegna fleiri stiga yfir höfuð.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Gunnarsson, Oddur Ævar (2. september 2024). „Allur heimurinn undir í nýjum Draumi - Vísir“. visir.is. Sótt 31 ágúst 2024.
  2. „Instagram“. www.instagram.com. Sótt 31 ágúst 2024.
  3. „Instagram“. www.instagram.com. Sótt 28. september 2024.