Alheimsdraumurinn
Alheimsdraumurinn var Íslenskur sjónvarpsþáttur sem að var sýndur á Stöð 2 árið 2025. Í þáttunum kepptust Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon í því að ferðast um allan heiminn.[1] Í þáttunum voru tvö lið, annars vegar Auddi og Steindi og hinsvegar Sveppi og Pétur. Þeir Egill Einarsson og Vilhelm Anton Jónsson sem að voru liðsfélagar í Ameríska draumnum sneru aftur í síðasta þættinum. Þættirnir voru fyrst tilkynntir í febrúar 2024 og fóru tökur fóru fram á tímabilinu 31. ágúst til 27. september 2024.[2][3]
Þættirnir eru framhaldsþættir Ameríska draumsins sem kom út árið 2010, Evrópska draumsins sem kom út árið 2012, Asíska draumsins sem kom út árið 2017 og Suður-ameríska draumsins sem kom út árið 2018.
Staða liða
[breyta | breyta frumkóða]| Þáttur | Auddi og Steindi | Sveppi og Pétur | Útsendingardagur | ||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Áskorun | Stig | Borg | Áskorun | Stig | Borg | ||
| 1 | Framkvæma þrautir tengdar BDSM | 73 | Auckland, Nýja-Sjáland | Taka þátt í insapenso athöfn hjá ættbálki | 64 | Höfðaborg, Suður-Afríka | 28. febrúar 2025 |
| 2 | Fara í hæstu rólu í heimi | 186 | Queenstown, Nýja-Sjáland | Fara í teygjustökk (áskorun mistókst) | 151 | 7. mars 2025 | |
| 3 | Liggja með köngulær ofan á sér | 295 | Gold Coast, Ástralía | Fara ofan í dauðalaugina | 291 | Lúsaka, Sambía | 14. mars 2025 |
| 4 | Borða skordýr á hlaðborði | 398 | Maníla, Filippseyjar | Gefa hýenum að borða | 376 | Addis Ababa, Eþíópía | 21. mars 2025 |
| 5 | Fanga svín og klifra upp stöng (áskorun mistókst) | 433 | Gangast til liðs við ættbálk | 458 | 28. mars 2025 | ||
| 6 | Tilbiðja kýr | 491 | Katmandú, Nepal | Keyra hættulega götu í mikilli umferð | 530 | Nýja Delí, Indland | 4. apríl 2025 |
| 7 | Mæta í þjálfun hjá Nepalska hernum | 578 | Berjast í indverskri glímu | 564 | 11. apríl 2025 | ||
| 8 | Komast í snertingu við snáka og köngulær | 653 | Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmin | Fara inn í búr og klappa ljóni | 638 | Dúbaí, Sameinuðu arabísku furstadæmin | 25. apríl 2025 |
| Leysa þrautir um alla Dúbaí | Leysa þrautir um alla Dúbaí | ||||||
Úrslit
[breyta | breyta frumkóða]Lokaþraut þáttaraðarinnar var að leysa þrautir víðs vegar um Dúbaí. Það lið sem að leysti þrautirnar á undan fékk 30 stig.
- Fara í kappakstur um arabísku eyðimörkina
- Kaupa saffran krydd
- Fara í bát
- Kaupa Gucci bol á Grand Souk markaðinum
- Endurgera mynd af Rúriki Gíslasyni á ströndinni, birta á Instagram og fá 100 hjörtu
- Fara í fallhlífarstökk
- Ganga í gegnum glergólfið á toppnum á Dubai Frame
- Finna íslenska fánann á torgi
Liðið sem kláraði þrautirnar á undan voru Sveppi, Pétur og Villi sem að fengu þrjátíu stig. En svo fór að Auddi, Steindi og Gillz unnu keppnina vegna fleiri stiga yfir höfuð.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Gunnarsson, Oddur Ævar (2. september 2024). „Allur heimurinn undir í nýjum Draumi - Vísir“. visir.is. Sótt 31 ágúst 2024.
- ↑ „Instagram“. www.instagram.com. Sótt 31 ágúst 2024.
- ↑ „Instagram“. www.instagram.com. Sótt 28. september 2024.