Alfonso García Robles

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alfonso García Robles
Alfonso García Robles árið 1981.
Utanríkisráðherra Mexíkó
Í embætti
29. desember 1975 – 30. nóvember 1976
ForsetiLuis Echeverría Álvarez
ForveriEmilio Ó. Rabasa
EftirmaðurSantiago Roel
Persónulegar upplýsingar
Fæddur20. mars 1911
Zamora de Hidalgo, Michoacán, Mexíkó
Látinn2. september 1991 (80 ára) Mexíkóborg, Mexíkó
ÞjóðerniMexíkóskur
StjórnmálaflokkurByltingarsinnaði stofnanaflokkurinn (PRI)
MakiJuana María de Szyslo Valdelomar
HáskóliUNAM
StarfStjórnmálamaður, ríkiserindreki
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (1982)
Undirskrift

Alfonso García Robles (20. mars 1911 – 2. september 1991) var mexíkóskur ríkiserindreki og stjórnmálamaður sem vann til friðarverðlauna Nóbels árið 1982 ásamt Ölvu Myrdal frá Svíþjóð.

García Robles fæddist í Zamora de Hidalgo í mexíkóska fylkinu Michoacán og nam lögfræði í Sjálfstæða ríkisháskólanum í Mexíkó (UNAM), Stofnun æðri alþjóðafræða í París (1936) og Háskólanum í alþjóðalögum í Haag (1938) en hóf síðan störf í utanríkisþjónustu lands síns árið 1939.

García Robles var meðlimur í sendinefnd Mexíkó til stofnráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í San Francisco árið 1945.[1] Hann var síðan sendiherra til Brasilíu frá 1962 til 1964 og var ríkisritari í mexíkóska utanríkisráðuneytinu frá 1964 til 1970. Frá 1971 til 1975 var hann fulltrúi Mexíkó hjá Sameinuðu þjóðunum og síðan utanríkisráðherra Mexíkó frá 1975–76. Hann var síðan útnefndur fastafulltrúi Mexíkó í afvopnunarnefnd Sameinuðu þjóðanna.

García Robles hlaut friðarverðlaun Nóbels fyrir að hafa stuðlað að gerð Tlatelolco-samningsins, sem kom á fót kjarnorkuvopnalausu svæði í Rómönsku Ameríku og á Karíbahafi. Flest ríki á svæðinu undirrituðu samninginn árið 1967, en nokkur þeirra tóku sér lengri tíma til að fullgilda hann.

Hann hlaut aðild að Þjóðarakademíu Mexíkó árið 1972. Nafn hans var ritað á heiðursvegg í mexíkóska þinghúsinu San Lázaro árið 2003. Ekkja hans, Juana María de Szyslo Valdelomar, lést árið 2005, 83 ára að aldri.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Garcia Robles – mexíkanskur diplómat og sérfræðingur í alþjóðalögum“. Morgunblaðið. 14. október 1982. Sótt 2. febrúar 2020.