Fara í innihald

Alfaeind

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd sem sýnir alfahrörnun frumeindakjarna.

Alfaeind er tvær róteindir og tvær nifteindir sem mynda saman eina öreind samsvarandi frumeindakjarna helíns án rafeinda (samsætunni 4He).[1] Þær myndast oftast við alfahrörnun en geta líka myndast við aðrar aðstæður. Þegar alfaeindir fá rafeindir úr umhverfinu mynda þær hefðbundna helínfrumeind.

Þegar alfaeindir myndast við hrörnun geislavirks efnis er hreyfiorka þeirra 5 MeV og hraðinn um það bil 4% af ljóshraða. Þær eru sterkt jónandi öreindageislun með litla smygnidýpt (stöðvast við nokkra sentimetra af andrúmslofti eða húð). Alfaeindir sem myndast við þríundarklofnun eru samt þrisvar sinnum orkumeiri. Helínkjarnar sem mynda 10-12% af geimgeislun eru líka miklu orkumeiri en alfaeindir sem myndast við hrörnun, og geta smogið gegnum mannslíkamann og marga metra af þéttu hlífðarefni.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Bohan, Elise; Dinwiddie, Robert; Challoner, Jack; Stuart, Colin; Harvey, Derek; Wragg-Sykes, Rebecca; Chrisp, Peter; Hubbard, Ben; Parker, Phillip; og fleiri (Writers) (febrúar 2016). Big History. Foreword by David Christian (1st American. útgáfa). New York: DK. bls. 58. ISBN 978-1-4654-5443-0. OCLC 940282526.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.