Fara í innihald

Albertaeðla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Albertaeðla
Tímabil steingervinga: Síðkrítartímabilið, fyrir um 71 til 68 milljón árum síðan, (Maastrichtíum)
Afsteypa af beinagrind albertaeðlunnar.
Afsteypa af beinagrind albertaeðlunnar.
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Sauropsida)
Yfirættbálkur: Risaeðlur (Dinosauria)
Ættbálkur: Eðlungar (Saurischia)
Undirættbálkur: Þrítáungar (Theropoda)
Ætt: Ógnareðluætt (Tyrannosauridae)
Ættkvísl: Albertosaurus
Tegund:
A. sarcophagus

Tvínefni
Albertosaurus sarcophagus
Osborn, 1905

Albertaeðla (fræðiheiti: Albertosaurus sarcophagus) var eina risaeðlan af ættkvíslinni Albertasaurus. Hún var uppi í Norður-Ameríku í þeirri heimsálfu sem kölluð er Láramidía á Síðkrítartímabilinu frá um 71 til 68 milljónum ára.

Saga og flokkun

[breyta | breyta frumkóða]
Stærðarsamanburður á albertaeðlu (gul), gogrónueðlu (blá) og manneskju.

Albertaeðlan er nefnd eftir Alberta, fylki í Kanada þar sem hún hefur fundist. Fyrsta eintak albertaeðlunnar uppgötvaðist 9 júní 1884. Eftir uppgötvunina flakkaði þetta eintak nokkuð á milli manna og lenti meðal annars í Beinastríði Edward D. Cope og Othniel Marsh.

Tegundinni var að endingu lýst af Henry Fairfield Osborn árið 1905, í sömu grein og grameðlan (Tyrannosaurus rex) hlaut sína nafngift.[1]


Innan ógnareðluættarinnar fellur albertaeðlan í undirættina Albertosaurinae. Tegundir innan þessarar undirættar eru almennt liprari og mjórri samanbornar við meðlimi Tyrannosaurinae, og eru taldar aðlagaðri að því að elta uppi bráð frekar en að stunda umsátursveiði líkt og aðrar ógnareðlur. Innan þessarar undirættar er ein önnur tegund; gorgónueðlan (Gorgosaurus libratus). Enn eru þó ekki allir steingervingafræðingar sammála um að þetta séu raunar tvær mismunandi tegundir.[2][3]

  1. Osborn, H.F. (31. desember 1905). „Tyrannosaurus and other Cretaceous carnivorous dinosaurs“. doi:10.5281/ZENODO.1038222.
  2. Currie, Philip J. (2003). "Cranial anatomy of tyrannosaurids from the Late Cretaceous of Alberta" (PDF). Acta Palaeontologica Polonica. 48 (2): 191–226. Archived (PDF) from the original on October 9, 2022
  3. Russell, Dale A. (1970). "Tyrannosaurs from the Late Cretaceous of western Canada". National Museum of Natural Sciences Publications in Paleontology. 1: 1–34.