AkureyrarAkademían

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

AkureyrarAkademían (AkAk) er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var á grunni Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi. AkAk er samfélag fólks á Norðurlandi sem hefur háskólapróf og/eða sinnir fræði- eða ritstörfum. AkureyrarAkademían stendur reglulega fyrir fundum, fyrirlestrum, málþingum og öðrum viðburðum.

Saga félagsins[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmyndin að AkureyrarAkademíunni er sótt til ReykjavíkurAkademíunnar. Markmiðið með stofnun AkureyrarAkademíunnar var að nýta betur þekkingu fræðafólks á Norðurlandi, skapa þeim vettvang til miðlunar og umræðu inn á við sem og til samfélagsins. Fulltrúar stunda rannsóknir og ritstörf á víðu fræðasviði.

AkureyrarAkademían er staðsett í Árholti, Háhlíð 1.

Formenn[breyta | breyta frumkóða]

  • Jón Hjaltason, sagnfræðingur (2006 – 2007)
  • Valgerður H. Bjarnadóttir, (2007 – 2008)
  • Hjálmar S. Brynjólfsson, (2008 – 2009)
  • Þóra Pétursdóttir, fornleifafræðingur (2009 – 2011)
  • Pétur Björgvin Þorsteinsson, Evrópufræðingur (2011 – 2012)
  • Arndís Bergsdóttir, safnafræðingur (2012-2013)
  • Skafti Ingimarsson, sagnfræðingur (2013-2015)
  • Valgerður S. Bjarnadóttir, menntunarfræðingur (2015-2016)
  • Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur (2016-2017)
  • Bergljót Þrastardóttir (2017-)

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]