Akraós

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Akraós er mikið sjávarlón fyrir innan Akranes og Hítarnes og í það fellur Hítará í sjó fram. Í ósnum eru eyjar og hólmar og úti fyrir honum eru Hvalseyjar er voru í byggð hér áður fyrr, þó engin séu þar vatnsból. Mun það hafa verið reki, dún- og fuglatekja sem taldist þar til hlunninda sem tiheyrðu hinu forna höfuðbóli og kirkjustað, Ökrum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.