Kálygla
Útlit
(Endurbeint frá Agrotis segetum)
Kálygla | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fullorðin ygla
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Agrotis segetum Denis & Schiffermüller, 1775 |
Kálygla (fræðiheiti: Agrotis segetum) er ygla sem er algeng í Evrópu. Það sem einkennir þessar yglur eru ljósir afturvængirnir sem eru hvítir hjá karldýrum og ljósgráir hjá kvendýrum.
Lirfa kályglunnar er grá á lit og lifir á rótum og stönglum margra jurtategunda. Kályglan er þannig skaðvaldur í grænmetis- og kornrækt.