Agnes M. Sigurðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Agnes M. Sigurðardóttir

Agnes M. Sigurðardóttir (f. 19. október 1954) er biskups Íslands. Hún tók við embættinu árið 2012, fyrst kvenna. Agnes gegnir embættinu til 1. september 2024.

Foreldrar hennar eru sr. Sigurður Kristjánsson, sóknarprestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi, og Margrét Hagalínsdóttir, ljósmóðir.[1]

Agnes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1975, cand.theol. prófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1981. Var hún vígð til prestsþjónustu 20. september sama ár. Sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli í Borgarfirði 1986 – 1994. Sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli 1994 – 2012, prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi 1999 - 2012.

Árið 2018 mældist 14% ánægja með störf Agnesar.[2] og árið 2023 aðeins 11%. [3] Síðan hefur Agnes sagst ekki ætla að gefa kost á sér í biskupskjöri 2024 vegna heilsubrests. [4]

Hún vakti umtal haustið 2019 þegar hún nefndi að siðrof hafi orðið í samfélaginu þegar hætt var að kenna kristinfræði í skólum. [5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Agnes kjörin biskup fyrst kvenna“. visir.is. Sótt 16. nóvember 2013.[óvirkur tengill]
  2. Færri treysta Þjóðkirkjunni Mbl.is, skoðað 2 okt. 2018
  3. Aldrei færri ánægðir með störf biskups Rúv, sótt 27/9 2023
  4. „Agnes biskup ætlar að setjast í helgan stein eftir 18 mánuði“. DV. 1. janúar 2023. Sótt 1. október 2023.
  5. Siðrof þegar hætt var að kenna kristinfræðiRúv, skoðað 31. október, 2019.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Karl Sigurbjörnsson
Biskup Íslands
(2012 –)
Eftirmaður:
'