Agnar Þórðarson
Útlit
Agnar Þórðarson (11. september 1917 - 12. ágúst 2006) var íslenskur rithöfundur, fæddur í Reykjavík. Hann var einn Kleppssystkina en foreldrar þeirra voru Ellen Sveinsson og Þórður Sveinsson yfirlæknir. Agnar starfaði sem rithöfundur og skrifaði skáldsögur, leikrit, smásögur, ferðabók og endurminningabækur. Verk eftir hann voru flutt í leikhúsum, sjónvarpi og útvarpi auk þess að vera þýdd á ensku og pólsku. Einnig var hann bókavörður við Landsbókasafnið 1946-1947 og 1953-1987.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]- Haninn galar tvisvar. Skáldsaga. 1949.
- Ef sverð þitt er stutt. 1953.
- Kjarnorka og kvenhylli. Gamanleikur í fjórum þáttum. 1957.
- Spretthlauparinn. Gamanleikur í þremur þáttum. 1959.
- Ekið fyrir stapann. 1960.
- Gauksklukkan. Leikrit í tveimur þáttum. 1962.
- Hjartað í borði. 1968.
- Hundadagakóngurinn. Leikrit í þremur þáttum byggt á atburðum sem áttu sér stað í Rvík. Sumarið 1809. (teikningin á kápunni af dansleiknum í Greifahúsinu 6. ágúst 1809 er eftir Jörgen Jörgensen sjálfan). 1969.
- Kallað í Kremlamúr : ferð um Sovétríkin sumarið 1956 með Steini Steinar og fleirum. 1978.
- Kallaður heim. 1983.
- Sáð í sandinn. Níu sögur. 1988.
- Stefnumótið. Skáldsaga. 1989.
- Í vagni tímans. 1996.