Fara í innihald

Afturbrennari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Afturbrennarar á Bandarískri F-18 herþotu

Afturbrennari eða aukabrennir er íhlutur sem bætt er við suma þotuhreyfla, sérstaklega á herþotum, til að auka kraft vélarinnar. Einu borgaralegu þoturnar sem hafa notað afturbrennara voru Concorde og Tupolev Tu-144 þoturnar.

Megintilgangur þess að nota afturbrennara er að fá aukinn kraft í stuttan tíma. Þetta getur átt við í flugtaki eða í stríði. Það virkar þannig að auka eldsneyti berst með lofti frá forþjöppu (túrbínu) og útblástur vélarinnar kveikir síðan í þessu eldsneyti. Þetta gefur mun meiri kraft en krefst einnig mikils eldsneytis.