Aftur til framtíðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aftur til framtíðar
Back to the Future
LeikstjóriRobert Zemeckis
HandritshöfundurBob Gale
Robert Zemeckis
FramleiðandiNeil Canton
Bob Gale
Aðalframleiðendur:
Steven Spielberg
Kathleen Kennedy
Frank Marshall
LeikararMichael J. Fox
Christopher Lloyd
Lea Thompson
Crispin Glover
Thomas F. Wilson
KvikmyndagerðDean Cundey
TónlistAlan Silvestri
DreifiaðiliUniversal
FrumsýningFáni Bandaríkjana 3. júlí 1985
Lengd116 mín.
Land Bandaríkin
Tungumálenska
AldurstakmarkLeyfð öllum
Ráðstöfunarfé$ 19 milljónir
FramhaldAftur til framtíðar II

Aftur til framtíðar (enska: Back to the Future) er bandarísk gaman, SciFi- kvikmynd frá árinu 1985, leikstýrt af Robert Zemeckis, skrifuð af Bob Gale og framleidd af Steven Spielberg. Hún er hluti af Aftur til framtíðar kvikmyndaseríunni. Aðalhlutverk eru leikin af Michael J. Fox sem Martin McFly, Christopher LLoyd, Crispin Glover, Lea Thompson og Thomas F. Wilson. Aftur til framtíðar segir söguna af Marty McFly, unglingi sem fer óvart til fortíðarinnar frá árinu 1985 til ársins 1955. Hann hittir foreldra sína í menntaskóla og verður móðir hans hrifin af honum. Marty neyðist til að laga skemmdirnar í fortíðinni til þess að foreldrar hans verði ástfangnir en líka finna leiðina aftur til 1985.

Zemeckis og Gale skrifuðu handritið eftir að Gale hafði hugsað um hvað það hefði verið gaman að vera vinur föður síns ef þeir hefðu gengið saman í menntaskóla. Nokkur kvikmyndaver höfnuðu hugmyndinni þangað til hagnaður myndar Zemeckis, Romancing the Stone sannfærði Universal Pictures og var Steven Spielberg fenginn sem aðalframleiðandi. Eric Stoltz átti upphaflega að leika Marty McFly þegar Michael J. Fox hafnaði hlutverkinu þar sem hann var að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Family Ties en þegar tökur höfðu hafist ákváðu framleiðendur myndarinnar að það höfðu verið mistök að ráða Stoltz. Þau buðu Fox hlutverkið aftur og þeim tókst að gera tímatöflu svo að hann hefði nægan tíma til þess að vera í báðum verkefnum. Nýr aðalleikari þýddi að kvikmyndatökuliðið þurfti að taka allt upp aftur og gera það hratt svo að myndin gæti komið út þann 3. júlí 1985.

Þegar hún kom út varð hún vinsælasta mynd ársins og fékk meira en 380 milljónir dollara í hagnað og fékk góðar viðtökur gagnrýnenda. Myndin vann Hugo verðlaun fyrir bestu dramatísku frammistöðuna og Saturn-verðlaunin sem besta vísindaskáldsögumyndin en líka Óskars-, BAFTA- og Golden Globe-tilnefningar. Myndin var upphafið að þríleik en Aftur til framtíðar II og Aftur til framtíðar III komu út 1989 og 1990.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Aftur til framtíðar á Internet Movie Database