Afstæður aldur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Afstæður aldur ber saman aldur jarðlaga og jarðmyndana með því að greina leiðarlög, einkennissteingervinga eða mismunandi segulstefnur.

Þegar stuðst er við steingervinga til að aldurákvarða jarðlagastafla er talað um afstæðan aldur. Afstæður aldur þýðir að bergi er raðað eftir tímaröð, það elsta neðst og yngsta efst. Afstæður aldur segir ekki til um hve langt er síðan ákveðinn atburður gerðist, aðeins hann gerðist á undan þessu og á eftir hinu.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.