Fara í innihald

Afríkanska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Afrikaans)
Afríkanska
Afrikaans
Málsvæði Suður-Afríka
Heimshluti Sunnanverð Afríka
Fjöldi málhafa 16 milljónir
Ætt Indóevrópskt

 Germanskt
  Vesturgermanskt
   Lággermanskt
    Lágfrankískt
     afríkanska

Skrifletur Latneskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Suður-Afríka
Stýrt af Die Taalkommissie
Tungumálakóðar
ISO 639-1 af
ISO 639-2 afr
SIL AFR
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Afríkanska (afríkanska: Afrikaans) er vesturgermanskt og indóevrópskt tungumál sem er talað í Suður-Afríku og Namibíu. Hún er opinbert tungumál í Suður-Afríku og er töluð af yfir 16 milljónum manna. Afríkanska hefur þróast úr hollensku. Orðið Afrikaans þýðir hollenska sem er töluð í Afríku eða bara afríkanska. Fólk sem talar afríkönsku skilur hollensku. Á afríkönsku er IJ úr hollensku breytt í Y. (dæmi: hol: IJslands, afr: Yslands). Munurinn á afríkönsku og hollensku felst í ýmsum atriðum í málfræði og stafsetningu. Afríkanska hefur dreifða landfræðilega notkun sem opinbert tungumál, auk þess að vera töluð víða sem annað eða þriðja tungumál.

Það eru þrjár mállýskur í afríkönsku. Höfðaborg er sú borg í Suður-Afríku þar sem flest fólk hefur afríkönsku að móðurmáli og er afríkanska algengasta tungumálið þar.

Þrátt fyrir að hollenska og afríkanska séu gagnkvæmt skiljanlegar og því ef til vill réttlætanlegt að nefna hana hollenska mállýsku er nokkur málfræðimunur. Þannig hefur til dæmis málfræðileg afkynjun nafnorða átt sér stað í afríkönsku en hollenska hefur hvorugkyn og samkyn. Í hollensku teljast um 90% nafnorða til samkyns þar sem greinirinn de er notaður, en um 10% til hvorugkyns þar sem greinirinn het er notaður (het alfabet, de telegraf).

Het er sama orð og íslenska hið og enska it. Í afríkönsku var de alhæft og notað í staðinn fyrir het og þar með var málfræðin einfölduð. Sagnorð hafa engar persónuendingar og munur veikra og sterkra sagna er horfinn.

Nokkrar setningar og orð

[breyta | breyta frumkóða]
Afrikaans Íslenska
Hallo Halló
Goeiedag Góðan daginn
Goeienaand Gott kvöld
Hoe gaan dit met jou? Hvað segirðu gott?
Dit gaan goed met my. Ég segi bara fínt
Dankie Takk
Asseblief Gerðu svo vel
Ja
Nee Nei
Praat jy Yslands? Talarðu íslensku?
Ek praat net 'n bietjie Afrikaans. Ég tala bara smá afríkönsku.
Ek verstaan nie. Ég skil ekki.
My naam is ... Ég heiti ...
Tot siens Bless
Wikipedia
Wikipedia
Wikipedia: Afríkanska, frjálsa alfræðiritið