Afrekshugur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Afrekshugur fyrir ofan inngang Waldorf Astoria

Afrekshugur (enska Spirit of achievement) er myndastytta eftir Nínu Sæmundsson (Jónínu Sæmundsdóttur) frá árinu 1931. Það ár var opnað Hótel Waldorf Astoria á Manhattan, eitt af íburðarmestu hótelum veraldar á sínum tíma og enn í hópi þeirra virtustu. Hóteleigendurnir efndu til samkeppni meðal höggmyndasmiða um táknmynd fyrir hótelið. Í þeirri keppni tóku 400 listamenn þátt samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Waldorf Astoria hótelsins. Þessa samkeppni vann Nína með verki sínu, Afrekshugur eða Spirit of Achievement. Styttan var sett upp fyrir ofan inngang Waldorf Astoria við 301 Park Avenue á Manhattan í New York og stendur þar enn.