Afrekshugur
Útlit
Afrekshugur (enska: Spirit of Achievement) er myndastytta eftir Nínu Sæmundsson (fædd: Jónína Sæmundsdóttir) frá árinu 1931. Það ár var Waldorf Astoria hótelið opnað á Manhattan í New York, eitt þeirra íburðarmestu í heiminum á sínum tíma og enn í hópi þeirra virtustu. Hóteleigendurnir efndu til samkeppni meðal myndhöggvara um táknmynd fyrir hótelið. Í þeirri keppni tóku 400 listamenn þátt og vann Nína með verki sínu Afrekshugi. Styttuna má finna á skyggni yfir inngang hótelsins á 301 Park Avenue í New York.
Afsteypa stytturnnar var sett upp í miðbæjargarðinum á Hvolsvelli árið 2023 til minningar um Nínu, sem fæddist í Fljótshlíð. [1].