Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Afríkukeppnin í knattspyrnu (Africa Nations Cup) fer fram á tveggja ára fresti og þar leika afrísk knattspyrnulandslið um bikar og heiðurinn sem besta landslið álfunnar. Keppnin fór fyrst fram 1957 og síðan 1968 hefur hún farið fram annað hvert ár. Keppnin er skipulögð af Knattspyrnusambandi Afríku.

Keppnin er haldin í ársbyrjun þar sem það er utan regntímans og hitastig mildara en um mitt árið.

Egyptar unnu fyrstu keppnina árið 1957 og hafa alls unnið hana sex sinnum og eru sigursælastir sem og núverandi meistarar síðan 2008.

Keppnin fyrir árið 2010 fer fram í Angóla.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.