Afríkuþinur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Abies numidica
Afríkuþinur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. numidica

Tvínefni
Abies numidica
de Lannoy ex Carrière
Útbreiðslusvæði
Útbreiðslusvæði

Abies numidica (Afríkuþinur) er tegund af þini sem er einlendur í Alsír, þar sem hann er einvörðungu á Djebel Babor, öðru hæsta fjalli (2.004 metrar) alsírska Tell Atlasfjallgarðsins.[1][2][3]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Abies numidica er meðalstórt til stórt sígrænt tré sem verður 20 til 35 metra hátt, með stofnþvermál að 1 metra. Barrið er nálarlaga, flatt eða meðalflatt, 1,5 til 2,5 cm langt, 2 til 3 mm breitt og 1 mm þykkt, glansandi dökkgrænt með bletti af grænhvítri loftaugarák nálægt endanum að ofan, og með tvær grænhvítar loftaugarákir að neðan. Oddur barrnálanna er breytilegur, yfirleitt hvass, en stundum lítið eitt sýldur, sérstaklega á hægvaxta sprotum á eldri trjám. Könglarnir eru gljáandi grænir með bleikum eða fjólulitum blæ, 10 til 20 cm langir og 4 cm breiðir, með um 150 til 200 hreisturskeljar, hver hreisturskel með stutt stoðblað (ekki sjánlegt á lokuðum könglinum) og tvö vængjuð fræ.Könglarnir sundrast við þroska til að losa fræin.[2]

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Abies numidica vex hátt yfir sjávarmáli (1.800 til 2.004 metrar (sjaldan niður að 1.220 metrum)) í Miðjarðarhafsloftslagi þar sem ársúrkoman er 1.500 til 2.000 mm, sem fellur að mestu sem vetrarsnjór. Sumrin eru heit og mjög þurr. Hann er náskyldur Abies pinsapo (Spánarþinur), sem kemur fyrir vestar í Rif-fjallgarðinum í Marokkó og á Suður-Spáni.[2]

Ræktun og nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Afríkuþinur, Abies numidica, er stundum ræktaður til skrauts í almenningsgörðum og öðrum stórum görðum. Hann er í metum meðal þintegunda fyrir þurrkþol sitt.

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Yahi, N.; Knees, S. & Gardner, M. (2010). Abies numidica. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013.2. Sótt 10. nóvember 2013.
  2. 2,0 2,1 2,2 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books ISBN Kerfissíða:Bókaheimildir/3-87429-298-3.
  3. Alizoti, P.G.; Fady, B.; Prada, M.A. & Vendramin, G.G. (2009). „Mediterranean firs- Abies Spp (PDF). EUFORGEN Technical guidelines for genetic conservation and use. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 20. október 2016. Sótt 10. janúar 2017.
  Þessi plöntugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.