Abies ernestii

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. ernestii

Tvínefni
Abies ernestii
Rehd.

Abies ernestii (á kínversku: 黄果冷杉 (huang guo leng shan)) er sígrænt tré af þallarætt.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Hann verður 60 metra hár með stofna að 2m að þvermáli. Börkurinn er dökkgrár, flagnar langsum. Krónan er keilulaga. Sprotarnir eru gulir eða gulgráir og verða gráir eða grábrúnir á öðru eða þriðja ári, hárlausir eða gishærðir. Barrnálarnar eru skærgrænar að ofan, 1 til 7 sm langar og 2 til 2.5 mm breiðar, með tvemur ljósgrænum loftaugarákum að neðan, endinn sýldur eða hvass. Könglar sívalir eða egglaga sívalir, fyrst grænir, gulgrænir eða brúngrænir, verða brúngulir til brúnir við þroska, 4 til 14 sm langir og 3 til 3.5 sm breiðir. Fræin 7 til 9 mm löng; vængurinn brúnn til purpurabrúnn, 0.8 til 1.8 sm langur. Frjóvgun apríl til maí, fræ fullþroska í október.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Abies ernestii vex helst á fjöllum í 2500 til 3800 metra hæð, í blönduðum eikar (Quercus) og furu (Pinus)skógum; í Kína (suðvestur Gansu, vestur Hubei, norður og vestur Sichuan, austur Xizang og norðvestur Yunnan.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi plöntugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.