Fara í innihald

Aberdeen F.C.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aberdeen Football Club
Fullt nafn Aberdeen Football Club
Gælunafn/nöfn The Dons
The Dandies
The Reds
Stofnað 1903
Leikvöllur Pittodrie Stadium
Aberdeen
Stærð 20.866
Stjórnarformaður Fáni Skotlands Dave Cormack
Knattspyrnustjóri Fáni Skotlands Jimmy Thelin
Deild Skoska úrvalsdeildin
2024-2025 5. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Aberdeen F.C. er knattspyrnufélag frá Aberdeen, sem leikur í efstu deild í Skotlandi. Félagið var stofnað árið 1903 og hefur leikið samfleytt í efstu deild frá 1905, lengur en nokkuð annað lið að Celtic frátöldu.[1] Félagið hefur fjórum sinnum orðið Skotlandsmeistari, átta sinnum bikarmeistari (síðast 2025) og sjö sinnum deildarbikarmeistari. Árið 1983 varð Aberdeen Evrópumeistari bikarhafa undir stjórn Alex Ferguson.

Búningur og félagsmerki

[breyta | breyta frumkóða]
Hátíðarveifa Aberdeen F.C. frá árinu 1980.

Fyrsta starfsár Aberdeen F.C. lék liðið í hvítum treyjum og bláum stuttbuxum. Þegar á árinu 1904 var hvíta búningnum skipt út fyrir gul- og svartröndóttar treyjur, í fyrstu við bláar stuttbuxur en síðar hvítar. Fyrir vikið gengu liðsmenn Aberdeen undir gælunafninu Geitungarnir. Árið 1939 var rauður tekinn upp sem einkennislitur Aberdeen til samræmis við merki borgarinnar. Framan af voru leikmenn í hvítum stuttbuxum en frá því á vormánuðum 1966 var búningurinn alrauður.[2]

Fyrstu sjö áratugina af sögu sinni var Aberdeen ekki með eiginlegt félagsmerki, þó búningar bæru stundum skammstöfunina AFC. Árið 1972 var núverandi merki kynnt til sögunnar. Það sýnir mynd af knattspyrnumarki frá hlið, sem myndar ásamt risastórum bolta bókstafinn A. [3] Frá árinu 2005 hafa tvær stjörnur prýtt keppnistreyjuna fyrir ofan merkið, til minningar um tvo Evróputitla félagsins á níunda áratugnum.

Heimavöllur

[breyta | breyta frumkóða]

Pittoride Stadium hefur verið heimavöllur Aberdeen frá stofnun félagsins árið 1903. Hann var upphaflega reistur fyrir knattspyrnufélag með sama nafni árið 1899. Í dag er Pittoride fjórði stærsti völlurinn í Skotlandi og tekur í dag 20.866 áhorfendur. Mesti áhorfendafjöldi í sögu vallarins er þó 45.061 á bikarleik gegn Hearts árið 1954.

Áform um byggingu nýs heimavallar fyrir Aberdeen hafa lengi verið til umræðu, þar sem illmögulegt er talið að byggja við núverandi völl. Ýmsar staðsetningar hafa verið nefndar í þessu sambandi en eiginlegar framkvæmdir eru þó ekki hafnar.

  • Úrvalsdeild (4): 1954–55, 1979–80, 1983–84, 1984–85
  • Skoski bikarinn (8): 1946–47, 1969–70, 1981–82, 1982–83, 1983–84, 1985–86, 1989–90, 2024–25
  • Skoski deildarbikarinn (6): 1955–56, 1976–77, 1985–86, 1989–90, 1995-96, 2013-14
  • Evrópukeppni bikarhafa (1): 1982-83
  • Evrópski meistarabikarinn (1): 1983

Tilvísanir og heimildir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Which European football clubs have never been relegated? - The Guardian, 2. jan. 2015“.
  2. Aberdeen - Historical Football Kits“.
  3. Aberdeen - Football Crests.com“.