Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie – (af Íslendingum stundum kallaðar Árbækur Fornfræðafélagsins) – er danskt tímarit um fornleifafræði, gefið út af Fornfræðafélaginu í Kaupmannahöfn. Tímaritið er nú málgagn danskra fornleifafræðinga.

Fornminjanefndin eða Oldsagskommissionen (stofnuð 1807) gaf út tímaritið Antiqvariske Annaler 1812-1827 (í fjórum bindum), sem telja má undanfara Árbókanna, þó að útgefandinn sé annar. Þar var lýst þekktum og nýfundnum fornminjum, og safnauka Det Kongelige Museum for Nordiske Oldsager (sem síðar varð Þjóðminjasafnið í Kaupmannahöfn).

Árið 1825 var Hið konunglega norræna fornfræðafélag stofnað með það að markmiði að gefa út íslenskar fornbókmenntir og auka þekkingu á fortíð Norðurlanda. Sama ár hóf félagið útgáfu tímarits (Hermod). Árið eftir kom út tímaritið: Tidsskrift for Nordisk Oldkyndighed, sem á næstu áratugum breytti nokkrum sinnum um nafn, og hefur frá 1866 komið út undir ofangreindum titli. (Antiquarisk Tidsskrift var um tíma gefið út samhliða, en er hér samt talið vera grein af stofni Árbókanna):

  • Hermod. Det Nordiske Oldskrift-Selskabs tidende for 1825-1826 (eitt bindi), ritstjóri Rasmus Kristján Rask.
  • Tidsskrift for Nordisk Oldkyndighed 1826-1829 (tvö bindi)
  • Nordisk Tidsskrift for Oldkyndighed 1832-1836 (þrjú bindi)
  • Annaler for nordisk Oldkyndighed og Historie 1836–1863 (23 bindi). Merkustu greinarnar voru þýddar og gefnar út í:
  • Mémoires de la Société des Antiquaires du Nord 1836-1860 (fjögur bindi)
  • Antiquarisk Tidsskrift 1843-1863 (sjö bindi)

Þegar Carl Christian Rafn féll frá, 1864, urðu nokkur þáttaskil í þessari útgáfu.

  • Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie 1866-2007. Merkustu greinarnar voru þýddar og birtar í:
  • Mémoires de la Société Royale des Antiquaires du Nord, Nouvelle Série 1866-1934 (11 bindi)

Á fyrstu áratugum tímaritsins birtust þar margar greinar, sem fjalla frekar um sagnfræði en fornleifafræði. Einnig er þar talsvert af greinum um íslenskt efni.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Danska Wikipedian, 21. desember 2007.