Aalborg Teater
Útlit
Aalborg Teater er leikhús í Álaborg í Danmörku. Húsið var reist árið 1878 í nágrenni við lestarstöð borgarinnar. Í leikhúsinu eru þrír sýningarsalir með sæti fyrir 460, 120 og 50 áhorfendur. Í leikhúsinu eru settar upp 10-12 uppfærslur árlega.