Fara í innihald

ACID

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Í tölvunarfræði er ACID skammstöfun á ensku sem vísar til ákveðinna eiginleika hreyfinga í gagnagrunnum. ACID-eiginleikar eru innbyggðir í flesta vinsælustu SQL-venslagagnagrunnana; Oracle, MS SQL, MySQL og PostgreSQL.

ACID eiginleikarnir eru eftirfarandi:

  • Eining (e. atomicity) - hver hreyfing framkvæmist í heild sinni eða alls ekki
  • Heilleiki (e. consistency) - hver hreyfing er á milli tveggja löglegra ástanda, það er að segja í samræmi við gildandi töfluskema
  • Einangrun (e. isolation) - hver hreyfing er sjálfstæð og algerlega óháð öðrum hreyfingum
  • Ending (e. durability) - að hreyfingu lokinni vistast áhrif hennar varanlega þrátt fyrir kerfishrun

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]