Alfred Edward Taylor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá A.E. Taylor)

Alfred Edward Taylor (22. desember 186931. október 1945) var breskur heimspekingur sem er þekktastur fyrir framlag sitt til trúarheimspeki, siðfræði og Platonsfræða. Hann var félagi í Bresku akademíunni og forseti Aristotelian Society frá 1928 til 1929.

Taylor hlaut menntun sína við Oxford-háskóla. Í upphafi ferils síns var hann undir miklum áhrifum frá bresku hughyggjunni.

Taylor er þekktur fyrir að halda því fram að nær allt sem Platon lagði Sókratesi í munn í samræðum sínum endurspegli raunveruleg viðhorf hins sögulega Sókratesar

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.