Fara í innihald

Stytta Aþenu Promakkosar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Aþena Promakkos)

Stytta Aþenu Promakkosar (forngríska: Ἀθηνᾶ Πρόμαχος) var stytta sem stóð á Akrópólishæð í Aþenu. Nafnið „promakkos“ þýðir „sú sem berst í fremstu víglínu“. Ástæðan fyrir þeirri nafngift er sú, að borgað var fyrir hana með fjármunum sem Grikkir fengu í bætur af höndum Persa eftir orrustuna við Maraþon.

Bronsstyttan var 7 m á hæð og stóð auk þess á 2 m háum marmarapalli beint fyrir framan Propylaea sem er inngangshofið að Akrópólíshæð. Svo há var styttan að efsta hluta spjótsins sem Aþena hélt á og hjálm hennar mátti sjá frá sjónum. Styttan er eftir Feidías og var hún fullbúin áður en byrjað var að byggja hofin á Akrópólishæð eða í kringum 456 f.Kr. Hún er því með elstu verkum Feidíasar. Styttan var víðfræg meðan hún var og hét.

Styttan stóð í ein 1000 ár, þangað til hún var flutt til Konstantínópel árið 465 en þar var hún geymd ásamt öðrum frægum grískum bronsstyttum. Þar voru verkin undir verndarvæng Austrómverska ríkisins. Styttan var síðan endanlega eyðilögð árið 1203 af hjátrúarfullum hópi kristinna manna þegar krossfararnir sátu um borgina.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.