Fara í innihald

91 á stöðinni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

91 á stöðinni voru sjónvarpsþættir sem spaugstofan framleiddi. Þættirnir voru sýndir dagana 12. janúar 1991 - 18. maí 1991. Engin útsending var 9. febrúar vegna úslitaþætti söngvakeppninnar. Þættirnir voru 17 talsins. Framhaldsþættirnir 92 á stöðinni byrjuðu 11. janúar 1992. Það voru tveir sérþættir í þáttaröðinni; Stöðin Stikkfrí og Síðasti víkingurinn.

Helstu málefni Spaugstofunnar í þáttunum[breyta | breyta frumkóða]

Hitaveitumál Hafnfyrðinga, loðnumálin, óveðri á landinu, íþróttum (skautadansi, sundi), gosið í Heklu 1991, persaflóastríðinu, Sigurði fréttamanni á Stöðinni sem var sendur til útlanda, draum um Nínu (framlag íslands í söngvakeppni evrópskar sjónvarpsstöðva 1991), Davíð Oddsynni að bjóða sig fram sem formaður Sjálfstæðisflokksins, rás 2, gettu betur, alþingiskosningunum 1991, stjórnarmyndunarviðræðum og heimsókn Ítalíukonungs til Íslands.