Beringshaf
Útlit
(Endurbeint frá Бе́рингово мо́ре)
Beringshaf (á ensku Bering Sea; á rússnesku Бе́рингово мо́ре) er hafssvæði í nyrsta hluta Kyrrahafsins milli Alaska í austur, austurströnd Síberíu og Kamtjatkaskaga í vestur, Alaskaskaga og Aleuteyjum í suður og suðaustur. Í norður tengist það Tjúktahafi og Norður-Íshafi í gegnum Beringssund.
Hafið dregur nafn af danska landkönnuðinum Vitus Bering sem fyrstur Evrópumanna fór þar um árið 1728 og síðar 1741.
Beringshaf er 2 315 000 km² að flatarmáli, og mæting hafsstrauma norðan úr Íshafi og sunnan úr Kyrrahafi gera það að einu ríkasta sjávarlífríki á jörðu. Bæði Bandaríkin og Rússland eiga landhelgi á Beringshafi auk alþjóðlegs hluta sem nefndur er „Donut Hole“ á ensku.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Beringshafi.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Beringshaf.