Fara í innihald

Þvottamerki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þvottamerkingar fyrir flík sem framleidd er í Víetnam. Það kemur fram að flíkina má þvo í þvottavél á lágum hita (mest 30 gráður) en ekki megi setja flíkina í þurrkara, ekki nota bleikiefni, ekki strauja hana og ekki setja hana í hreinsun.

Þvottamerki eru litlar táknmyndir sem útskýra hvernig eigi að þvo eða hreinsa föt og hvort þau megi strauja. Framleiðandi fatnaðar lætur vanalega þvottamerkingar á miða sem fest eru við fötin. Staðlar fyrir þvottamerki geta verið mismunandi. Stundum eru prentaðar þvottaleiðbeiningar auk táknmynda.

Tákn[breyta | breyta frumkóða]

Þvottur í þvottavél eða handþvottur[breyta | breyta frumkóða]

Sýnd er stílfærð smámynd af þvottabala og talan inn í þvottabalanum merkir hámarkshita í gráðum sem nota má við þvott. Strik undir þvottabalanum merkir að það verði að vera á þvottastillingu fyrir gerviefni og tvö strik að fötin séu mjög viðkvæm og verði að þvo á þvottastillingu fyrir ull/silki. Hönd í þvottabalanum merkir að einungis má handþvo. Kross yfir þvottabala merkir að alls ekki má þvo fötin.


Þurrkun í þurrkara[breyta | breyta frumkóða]

Hringur innan í ferningi er merki fyrir þurrkara. Einn punktur merkir að þurrka eigi við lág hitastig en tveir punktar að þurrka eigi við venjulegt hitastig. Kross yfir þurrkararmerkið þýðir að fötin þola ekki þurrkun í þurrkara.

Þurrkun án þurrkara[breyta | breyta frumkóða]

Bleiking[breyta | breyta frumkóða]

Þríhyrningur með engri áletrun merkir að nota megi bleikingarefni með eða án klórs. Tvær línur inn í þríhyrningi merkja að nota má bleikiefni sem ekki innihalda klór. Kross yfir þríhyrning merkir að ekki megi nota nein bleikingarefni.

Straujun[breyta | breyta frumkóða]

Stílfærð táknmynd af straujárni með allt að þremur punktum. Fjöldi depla táknar hámarkshitastig sem strauja má við. Einn depill merkir 110°C, tveir merkja 150°C og þrír merkja 200°C. Kross yfir straujárnsmerkið þýðir að ekki má strauja flíkina.

Þurrhreinsun[breyta | breyta frumkóða]

Merki um að setja megi flík í hreinsun í efnalaug er hringur og bókstafirnir P og F í hringnum tákna mismunandi efnablöndur sem nota má við hreinsun..