Þorsteinsstaðir í Svarfaðardal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þorsteinsstaðir í Svarfaðardal eru á meðal fremstu bæja í dalnum, 20 km frá Dalvík. Þeir eru á milli bæjanna Atlastaða og Göngustaða. Ofan bæjar gnæfir fjallið Skjöldur (1027 m) en handan Svarfaðardalsár blasir Vatnsdalur við. Í bókinni Svarfdælingar segir að Þorsteinsstaðir hafi byggst í tíð Gísla biskups Þorlákssonar á Hólum (1656-1684) á rústum eyðibýlis í Sandárlandi. Ekki er vitað við hvaða Þorstein bærinn er kenndur. Árið 1706 féll skriða á tún og engi jarðarinnar sem varð til þess að hún fór í eyði um árabil eða frá 1708-1750. [1] Síðan 1750 hefur verið samfelldur búskapur á. Lengst af hefur verið rekinn blandaður búskapur á jörðinni en í dag er ekki föst búseta á bænum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Stefán Aðalsteinsson (1976). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík. bls. 127.