Þorsteinn Jónsson (formaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þorsteinn Jónsson fæddist í Gularáshjáleigu í Austur Landeyjum 14. október 1880 og lést 25. mars 1965. Hann var sonur Jóns Einarssonar og Þórunnar Þorsteinsdóttur. Þau fluttu til Vestmannaeyja árið 1883.

Þorsteinn hóf sjómennskuferil sinn um fermingu á opnu skipi með Hannesi lóðs á Miðhúsum. Hann varð svo formaður á teinæringnum Ísak árið 1900 og var með hann til ársins 1905.

Hann varð ásamt öðrum fyrstur manna til þess að kaupa vélbát til Vestmannaeyja og markaði á þann hátt upphaf vélbátaaldar í Vestmannaeyjum. Báturinn sem Þorsteinn og félagar keyptu var nefndur Unnur og var Þorsteinn formaður á bátnum. Hann eignaðist síðar tvo aðra báta með sama nafni og var formaður með þá til ársins 1948 og hafði þá verið formaður í samtals 48 ár.

Þorsteinn var mjög framfarasinnaður í úterðarmálum og var m.a. sá fyrsti til að gera tilraunir með veiðar í þorskanet.

Hann var gerður að heiðursborgara Vestmannaeyjabæjar.

Hann var kvæntur Elínborgu Gísladóttur.