Þorneðla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Þorneðla
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Sauropsida)
Yfirættbálkur: Risaeðlur (Dinosauria)
Ættbálkur: Saurischia
Undirættbálkur: Theropoda
Ætt: Tetanurae
Ættkvísl: Sinosaurus
Young, 1948
Tegundir
  • S. triassicus Young, 1948

Þorneðlan (Spinosaurus) er ein grimmúðlegasta risaeðla sem nokkru sinni var uppi. Hún var einnig ein sú tilkomumesta. Eðlan gat náð 18 m lengd og var hugsanlega lengri og örugglega liprari en grameðlan (Tyrannosaurus Rex) og jötuneðlan (Giganotosaurus), enda léttari en þær. Tennur hennar voru litlar en beittar, sem getur þýtt að hún hafi verið fiskæta. Þorneðlan hafði einnig auðkennandi segl á bakinu, sem var úr skinni sem beinteinar héldu uppi. Seglið var næstum tveggja metra hátt og var hugsanlega leið til að stjórna líkamshita eða til að laða að maka á eðlunartíma.