Þormóðsstaðir (Sölvadal)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þormóðsstaðir er lögbýli í Sölvadal. Í dag eru Þormóðsstaðir innsti bær í Sölvadal en innar í dalnum er Þormóðsstaðasel en búskapur lagðist þar af árið 1907. 29. júní 1995 féll ógurleg skriða rétt sunnan Þormóðsstaða . Skriðan átti upptök sín í Arnbjargarhólum í Þormóðsstaðafjalli og steyptist niður rétt sunnan bæjarins og fór yfir Sölvadalsá og stíflaði hana um tíma. Upp Þormóðsstaðafjall er fjallvegur sem tengist inn á Sprengisand.



  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.